Engan veginn ásættanleg meðferð

Hryssan er lokuð inni í litlum viðarkassa og höfuð hennar …
Hryssan er lokuð inni í litlum viðarkassa og höfuð hennar tjóðrað í ónáttúrulegri stöðu við kassann. skjáskot úr heimildarmynd

„Þetta er bara eng­an veg­inn ásætt­an­legt,“ seg­ir Sveinn Stein­ars­son, formaður Fé­lags hrossa­bænda, innt­ur viðbragða við mynd­bandi frá dýra­vernd­ar­sam­tök­un­um AWF/​TSB, eða Ani­mal Welfare Foundati­on/​Tierschutzbund Zürich, sem sýn­ir óviðun­andi verklag við blóðtöku úr fylfull­um hryss­um.

Það er svosem ekki þannig að telj­um að svona aðfar­ir séu heilt yfir stundaðar í þessu starf­inu. Þetta eru von­andi und­an­tekn­ing­ar,“ seg­ir Sveinn í sam­tali við mbl.is.

Dýra­lækn­um skylt að gera at­huga­semd­ir

Spurður seg­ir hann ein­ung­is dýra­lækna mega taka blóð úr hryss­um og að þeim sé skylt að gera at­huga­semd­ir ef þeim þykir meðferð á hryss­un­um við blóðtöku ekki viðun­andi. 

„Þetta snýst nátt­úru­lega bara um dýra­vel­ferð og aðfar­ir í ákveðnu starfi sem er mjög viðkvæmt starf.“

Þá seg­ir hann eft­ir­lit með starf­semi af þessu tagi þurfa vera mikið og gott enda hafi um­fang starf­sem­inn­ar og bú­grein­ar­inn­ar í heild sinni stækkað mikið und­an­far­in ár.

„Þá þarf eft­ir­lit og eft­ir­fylgni að fylgja því eft­ir.“

Innt­ur eft­ir því seg­ir hann ekki gott að al­hæfa um það hvort um­rætt mynd­band sé áfell­is­dóm­ur á starf­sem­ina í heild sinni. Hann voni þó að þarna sé um ein­angruð til­felli að ræða.

Við tök­um kannski inn í umræðuna jafn­an lægsta sam­nefn­ar­ann og það sem upp kem­ur og ræðum það en það er ein­fald­lega þannig að sam­kvæmt dýra­vernd­ar­lög­um þá ber fólki að ganga vel um skepn­ur.“

Hef­ur nei­kvæð áhrif á orðspor bú­grein­ar­inn­ar

Bú­grein­in í heild sinni sé þó í mikl­um blóma og uppá­koma af þessu tagi hafi vafa­laust slæm áhrif á orðspor henn­ar.

Hross­a­rækt­ar­starfið og sala á hest­um bæði inn­an­lands og er­lend­is er í sögu­legu há­marki núna. Það er sögu­lega gott ár að líða hvað varðar út­flutn­ing þannig okk­ur finnst okk­ur ganga vel í grein­inni,“ seg­ir Sveinn.

Við vilj­um auðvitað ekki að þetta sé mynd sem er dreg­in upp þegar fólk hugs­ar um ís­lenska hest­inn. Ég bara ætla þeim sem að þessu standa, þ.e. MAST, Ísteka og þeim bænd­um sem eru í þess­ari starf­semi, að fara ræki­lega yfir alla sína þætti.

Fé­lag hrossa­bænda for­dæm­ir vinnu­brögðin

Fé­lag hrossa­bænda sendi frá sér í yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem for­svars­menn fé­lags­ins segj­ast harma og for­dæma vinnu­brögðin sem viðhöfð voru og sjást á mynd­band­inu um­rædda.

Þar seg­ir einnig að for­svars­menn fé­lags­ins hafi ávallt bent á að vel­ferð hryssna og fol­alda í blóðhryssna­bú­skap þurfi að vera í fyr­ir­rúmi og því hafi verið áfall að verða vitni að þeirri meðferð sem sést í mynd­band­inu. Hvorki aðbúnaður, um­gjörð og hvað þá held­ur sú illa meðferð sem hryss­urn­ar eru beitt­ar séu ekki á nokk­urn hátt rétt­læt­an­leg­ar.

„Það er ský­laus krafa Fé­lags hrossa­bænda að rann­sakað verði það sem fram kem­ur í mynd­band­inu og upp­lýst af hálfu MAST hvernig eft­ir­liti með þess­ari starf­semi sé og hafi verið háttað og hver beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert