Sveitarstjórn Hörgársveitar harmar þær lýsingar sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarna daga af illri meðferð og kynferðisofbeldi á barnaheimilinu á Hjalteyri sem rekið var á árunum 1972 til 1979.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
„Sveitarstjórnin tekur undir að fram þarf að fara opinber rannsókn á þessu heimili að frumkvæði ríkisins í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir á öðrum heimilum þar sem börn voru vistuð.
Sveitarstjórnin mun leggja slíkri rannsókn lið eins og hægt er, fari hún fram,“ segir í tilkynningunni.