Hátt í 30 börn í einangrun

Katrín Sigurjónsdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.
Katrín Sigurjónsdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð. mbl.is/Sigurður Bogi

Ellefu greindust með Covid-19 á Dalvík í gær og alls eru nú 37 í einangrun í bænum og 58 í sóttkví. Lífið í bænum hefur verið í hægagangi frá því fyrir helgi þegar hópsýking kom upp.

Grunnskólanum var skellt í lás fyrir helgi en hátt í 30 börn, flest á yngsta stigi grunnskólans, eru í einangrun með veiruna.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, vonast til þess að hægt verði að opna skólann aftur seinni hluta vikunnar. Það eigi eftir að ráðast af mannaafla en einhverjir starfsmenn skólans eru smitaðir eða í sótkví og hún býst því við skertri þjónustu í skólanum.

„Það er allt í rólegheitum hérna núna og fólk heldur sig til hlés,“ segir Katrín. Hún segir bæjarbúa hjálpast að og fólk sé ekki í neinum samskiptum sín á milli nema brýna nauðsyn beri til.

„Við vonumst til að ná utan um þetta hratt og vel.“

Horft yfir hafnarsvæðið á Dalvík.
Horft yfir hafnarsvæðið á Dalvík. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert