Norðanstormur með snjókomu og lélegu skyggni er í kortunum seint í kvöld um Norðanvert landið.
Veðurstofa Íslands spáir vindhviðum að 25 til 45 metrum á sekúndu frá Öræfum og austur að Höfn í Hornafirði í nótt.
Lægja á og stytta upp í fyrramálið, fyrst vestantil. Verður veður orðið skaplegt á Holtavörðuheiði um sjö um morgun og um landið suðaustanvert um hádegi.
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi.