„Það er klár­lega pott­ur brot­inn þarna“

Ísteka leitar nú leiða til að bæta eftirlit með blóðtöku …
Ísteka leitar nú leiða til að bæta eftirlit með blóðtöku úr fylfullum hryssum hér á landi. Ljósmynd/Christina Raytsiz

„Þrátt fyr­ir að hafa talið eft­ir­litið hafa verið gott þurf­um við að horf­ast í augu við það að þarna hafi eitt­hvað klikkað,“ seg­ir Arnþór Gunn­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Ísteka, innt­ur viðbragða við mynd­bandi frá sviss­nesk­um dýra­vernd­ar­sam­tök­um, sem sýn­ir óviðun­andi vinnu­brögð við blóðtöku úr fylfull­um hryss­um.

„Núna er maður bara al­veg í auga felli­byls­ins og við að reyna finna leiðir til þess að bæta eft­ir­litið,“ seg­ir Arnþór í sam­tali við mbl.is.

Dýra­lækn­ir á veg­um Ísteka ávallt viðstadd­ur

Í yf­ir­lýs­ingu sem Ísteka birti vegna mynd­bands­ins á laug­ar­dag­inn síðastliðinn seg­ir að stjórn­end­ur og starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins „mis­líki“ veru­lega þau vinnu­brögð sem sjást sumstaðar í mynd­band­inu, þ.m.t. notk­un járnst­ana, harka­lega notk­un timb­urbatt­inga og glefs hunda. Þar seg­ir einnig að fyr­ir­tækið hafi þegar hafið innri rann­sókn á birgj­um og at­vik­un­um.

Spurður seg­ir Arnþór starfs­menn frá Ísteka vana­lega ekki viðstadda blóðtöku úr fylfull­um hryss­um. Það sé þó ávallt dýra­lækn­ir á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins sem fram­kvæmi blóðtök­una.

„Það fer dýra­lækn­ir á staðinn, sem má líta svo á að sé á okk­ar veg­um því hann er verktaki hjá okk­ur, og það er hann sem sér um blóðtök­una. Svo eru það bænd­urn­ir sem sjá um hryss­urn­ar.“

Þá seg­ist hann ekki vita til þess að dýra­lækn­ir­inn sem var viðstadd­ur blóðtök­urn­ar sem sjást á um­ræddu mynd­bandi hafi gert at­huga­semd­ir við óvin­un­andi vinnu­brögð þegar það átti við.

„Mér er ekki kunn­ugt um það.“

Innt­ur eft­ir því seg­ir Arnþór þau vinnu­brögð sem sjást í mynd­band­inu frá sviss­nesku dýra­vernd­ar­sam­tök­un­um alls ekki vera í takt við stefnu Ísteka, sem er að vinna að „hag­sæld og vellíðan dýra“, sam­kvæmt vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

„Nei, það er al­veg klár­lega pott­ur brot­inn þarna.“

Seg­ir um­rætt mynd­band vera áróður

Þótt nokk­ur atriði í mynd­band­inu hafi vissu­lega vakið óhug hafi aðrir hlut­ar mynd­bands­ins vilj­andi verið „óþarf­lega illa sett­ir upp“, að sögn Arnþórs.

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.
Arnþór Guðlaugs­son, fram­kvæmda­stjóri Ísteka.

„Þetta er áróðurs­mynd­band sem hef­ur þann til­gang að koma okk­ur og sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um í gröf­ina. Þetta er unnið af öfga-grænker­um sem trúa því ekki að starf­semi af þessu tagi geti þrif­ist, al­veg sama hvernig hún er fram­kvæmd.“

Þegar Arnþór frétti af veru dýra­vernd­arsinn­anna í sveit­inni hafi hann að eig­in sögn flýtt sér í ofboði aust­ur á land til að ná tali af þeim, sem tókst eins og sjá má í mynd­band­inu. Spurður hvort hann hafi reynt að stöðva mynda­tök­ur hóps­ins af starf­sem­inni svar­ar hann neit­andi.

„Í sam­tal­inu við þá get­ur vel hugs­ast að ég hafi sagt að við vilj­um ekki að nein­ar mynd­ir séu tekn­ar en ég reyndi aldrei að stöðva nein­ar mynda­tök­ur og hvað þá birt­ingu. Það er ein­fald­lega ekki rétt.“


Hvers vegna viljið þið ekki að starf­sem­in sé tek­in upp á mynd?

„Það er bara ekki hefð fyr­ir því að tekn­ar séu mynd­ir af starf­semi sem þess­ari eða inni í slát­ur­hús­um,“ seg­ir Arnþór.

Það sé þó ekki vegna þess að fólk megi ekki vita hvað sé í gangi eða því eft­ir­litið sé á ein­hvern hátt ábóta­vant held­ur ein­fald­lega vegna þess að mynd­efni af þessu tagi geti haft ákveðinn „sjokk-fa­ktor“ ef það er sett fram í vit­lausu ljósi og það þyki þeim sem vinna með dýr­um óþarfi, að sögn hans.

Eft­ir­liti var þó greini­lega ábóta­vant í þessu til­felli og gagn­rýn­in rétt­mæt sem sett hef­ur verið fram um sum vinnu­brögðin.“ 

Leita leiða til að bæta eft­ir­lit enn frek­ar

Fram að þessu hafi Ísteka talið eft­ir­lit með starf­sem­inni vera gott en eft­ir að mynd­band sviss­nesku dýra­vernd­ar­sam­tak­anna kom upp á yf­ir­borðið sé nú verið að leita leiða til að bæta eft­ir­litið enn frek­ar, að sögn Arnþórs.

„Þetta er þriggja eða jafn­vel fjög­urra laga eft­ir­lit. Við erum með dýra­lækni á staðnum sem er samn­ings­bund­inn um að fylgj­ast með meðferðinni á dýr­un­um, síðan erum við með dýra­vel­ferðarfull­trúa sem fer á milli bæja og skoðar aðstöðu og vinnu­lagið og svo hef­ur MAST mikið eft­ir­lit með þessu, meira held­ur en tíðkast í öðrum bú­grein­um,“ seg­ir hann.

„Þrátt fyr­ir allt þetta þá ger­ist þetta og þá þurf­um við að fara hugsa hvar við get­um þétt eft­ir­litið. Það er stóra málið núna.“

Ísteka hagn­ast um 1,6 millj­arða á síðustu 4 árum

Um­fang starf­semi Ísteka hef­ur auk­ist um­tals­vert und­an­far­in ár og tvö­faldaðist velt­an á síðustu fjór­um árum. Velta fé­lags­ins á síðasta ári var 1,73 millj­arðar, en var árið 2017 839 millj­ón­ir. Hagnaður fé­lags­ins hef­ur á þessu tíma­bili verið um 1,6 millj­arðar, eða 400 millj­ón­ir að meðaltali á ári. Hef­ur hann auk­ist ár frá ári, eða úr 234 millj­ón­um árið 2017 upp í 592 millj­ón­ir í fyrra.

Aðal­eig­andi Ísteka er Hörður Kristjáns­son, en sjálf­ur á hann 44,5% í fé­lag­inu og til viðbót­ar 32,3% í gegn­um fé­lagið Klara ehf. Hólm­fríður H. Ein­ars­dótt­ir fer þá með 19,2% í Ísteka.

Eigið fé fé­lags­ins um síðustu ára­mót var 1,65 millj­arðar, en fé­lagið greiddi eig­end­um sín­um það árið 300 millj­ón­ir í arðgreiðslur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert