Alþingi Íslendinga verður sett í dag eftir lengra hlé en alla jafna tíðkast. Þingmenn, jafnt nýir sem þaulsætnir, gengu til guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti þingið.
Þar var ljósmyndari mbl.is staddur og myndaði sem fyrir bar. Að hans sögn voru engin mótmæli eða neitt slíkt á Austurvelli, en þrátt fyrir það hafði lögregla sett um þar til gerða girðingu við þinghúsið.