Airbnb dregist saman um 73% á þremur árum

Airbnb-íbúðir voru tæplega 4.200 fyrir þremur árum.
Airbnb-íbúðir voru tæplega 4.200 fyrir þremur árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sölvi Melax framkvæmdastjóri Heimaleigu segir að í dag séu 1.150 virk leigurými á höfuðborgarsvæðinu á Airbnb en til samanburðar hafi þau verið 4.197 á þriðja ársfjórðungi 2018. Samdrátturinn er 73%.

„Ég geri ráð fyrir því að þessar tölur muni fara aftur upp þegar Íslendingar byrja að ferðast aftur næsta sumar, eða flytja heim til foreldra sinna og leigja íbúðina út á meðan.“

Spurður um þróun í Airbnb-útleigu segir Sölvi hana vera þá að Reykjavíkurborg hafi þrengt markvisst að leigueignum í miðbænum síðan lög um skammtímaleigu tóku gildi árið 2017. „Aðalbreytingin varð 2017-2018 með skipulagsbreytingu hjá Reykjavíkurborg. Þar segir að þú þurfir að vera með eignina í blandaðri byggð við aðalgötu. Vegna þessa er í dag helst veitt leyfi fyrir iðnaðarhúsnæði sem verið er að breyta í íbúðir í hverfum utan miðborgarinnar.“

Lína dregin í sandinn

Sölvi segir að það góða við lögin um skammtímaleigu sé að þau séu mjög skýr varðandi hvenær um atvinnustarfsemi er að ræða og hvenær ekki. Lína hafi verið dregin í sandinn. Mörkin liggi við tvær milljónir króna á ári í leigutekjur og ekki megi leigja meira en 90 daga á ári.

Sölvi segir að lögin geri einstaklingum erfiðara um vik að eiga íbúð úti í bæ til að leigja út í skammtímaleigu. „Þetta er að færast meira út í að vera starfsemi fyrir fjárfesta.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert