Brot úr fornu handriti fannst í London

Bjarni Gunnar Ásgeirsson, handritafræðingur.
Bjarni Gunnar Ásgeirsson, handritafræðingur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Að finna forn íslensk handrit er eins og að grafa niður á gull,“ segir Bjarni Gunnar Ásgeirsson íslenskufræðingur. Við rann­sókn­ir í Brit­ish Li­brary í Lund­ún­um fyr­ir nokkru fann Bjarni tví­blöðung úr íslensku skinnhandriti og tvö önn­ur ís­lensk pappírshand­rit. Tvíblöðungurinn reyndist vera úr Reyn­istaðar­bók, safn­riti sem nunn­ur í klaustr­inu á Reyn­istað í Skagaf­irði tóku sam­an á 14. öld.“

Í því riti má finna ýmsan fróðleik um sögu heimsins, dýrlinga, kraftaverk og fleira.

Ástæða þess að handritið fannst ytra er saga full af tilgátum. „Hér fáum við betri innsýn í kraftaverkasögur fyrri alda,“ segir Bjarni Gunnar um fund þennan. 

Úr Reynistaðarbók.
Úr Reynistaðarbók. Ljósmynd/Bjarni Gunnar Ásgeirsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka