Mælingar í Grímsvötnum benda til þess að íshellan sé farin að síga. Þetta gæti verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.
Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna í dag. Frekari upplýsinga er að vænta að loknum þeim fundi, að því er segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Dæmi eru um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Talið er að skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs hleypi af stað gosum. Síðast varð slík atburðarásin árið 2004 og þar áður 1934 og 1922.
Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011.