Nú hægt að heita Ítalía, Lán og Ullr

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið fimmtán nöfn en hafnaði fimm.
Mannanafnanefnd samþykkti nýverið fimmtán nöfn en hafnaði fimm. mbl.is/Rósa Braga

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið fimmtán nöfn en hafnaði fimm.

Alls voru samþykkt sjö kvenkynseiginnöfn: Erykah, Ítalía, Lán, Arún, Tereza, Lílú og Jasmine. Nafnið Erykah var samþykkt sem ritháttarmynd eiginnafnsins Erika.

Karlkynseiginnöfnin sem nefndin samþykkti voru sex talsins: Arnþór, Ullr, Leonardo, Gottlieb, Gunni og Éljagrímur. Nafnið Ullr var samþykkt sem ritháttarmynd eiginnafnsins Ullur.

Þá voru nöfnin Eldhamar og Kaldakvísl samþykkt sem millinöfn en Winter hafnað.

Nefndin hafnaði kvenkynseiginnöfnunum Geitin og Frostsólarún. Nöfnin voru bæði talin brjóta í bága við íslenskt málkerfi.

Þá hafnaði nefndin sömuleiðis karlkynseiginnöfnunum Linnet og Heiðr. Hún taldi ekki heimild fyrir því að nafnið Linnet yrði borið sem eiginnafn þar sem það er skráð í þjóðskrá sem ættarnafn. Nafnið Heiðr var talið brjóta í bága við íslenskt málkerfi sem og féllst nefndin ekki á að það væri í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita eiginnafnið Heiðar án a, en í rökstuðningi sem fylgdi umsókn um nafnið er gert ráð fyrir að Heiðr sé ritháttarmynd eiginnafnsins Heiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert