Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna bifreiðar sem fór út af veginum á Steingrímsfjarðarheiði.
Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is.
Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur suður vegna eymsla í baki.