Einkaaðilar útvegi stæði fyrir húsbíla

Húsbílar standa langtímum saman í röðum á tjaldstæðinu.
Húsbílar standa langtímum saman í röðum á tjaldstæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einkaaðili á markaði gæti þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn hingað til, frekar en að borgin útvegi land, setji upp grunnþjónustu og sinni rekstri.

Þetta segir skipulagsfulltrúinn í Reykjavík í svari við bréfi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur þar sem óskað er eftir viðræðum við skipulagsfulltrúa um mögulega staðsetningu á svæði fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla.

Á fundi borgarráðs 10. júní í sum- ar var lagt fram bréf ÍTR um mál- efnið. Í bréfi ÍTR kemur fram að sumarið 2021 og fram á vorið 2022 verði þessi aðstaða á tjaldstæðinu í Laugardal en nauðsynlegt sé að horfa til framtíðarlausnar í þessu sambandi. Ljóst sé af fenginni reynslu að ekki fari alltaf vel saman rekstur tjaldsvæðis fyrir innlenda og erlenda ferðamenn og langtímastæði fyrir húsbílaeigendur. Óskaði ÍTR því eftir að kannaðir séu mögulegir aðrir staðir í Reykjavík fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla.

„Ekki er ljóst hvaða kröfur ÍTR eða langtímagestir á svæðinu setja um nýjar staðsetningar eða innviði fyrir sína húsbíla né hvernig rekstri og umsjón yrði háttað. Ekki eru því listaðar upp mögulegar staðsetning- ar á þessu stigi,“ segir skipulags- fulltrúi í svari sínu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert