Ekið á gangandi vegfaranda við Skeiðarvog

Ekið var á gangandi vegfaranda við Skeiðarvog laust fyrir klukkan …
Ekið var á gangandi vegfaranda við Skeiðarvog laust fyrir klukkan níu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekið var á gangandi vegfaranda nærri gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs laust fyrir klukkan níu í dag. Þetta staðfestir aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Bæði lögregla og sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang og samkvæmt upplýsingum aðstoðarvarðstjóra Slökkviliðsins var viðkomandi fluttur á sjúkrahús.

Slökkviliðið gat ekki gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar um slysið að svo stöddu.

Dimmt og blautt er yfir borginni og má búast við umferðartöfum á meðan vinna á vettvangi fer fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert