Inga Sæland spyr: „Erum við dýravinir eða ekki?“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Skjáskot/RÚV

Sorg­legt er hve lengi blóðmera­bú­skap­ur hef­ur fengið að viðgang­ast á Íslandi. Orðspor Íslands bíður hnekki eft­ir að sviss­nesku dýra­vernd­ar­sam­tök­in birtu heim­ild­ar­mynd sína sem varp­ar ljósi á slæma meðferð á ís­lensk­um hryss­um við blóðtöku. Þetta seg­ir Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, í sam­tali við mbl.is.

„Mér finnst þetta hrylli­legt og gríðarlegt sam­fé­lags­legt tjón,“ seg­ir hún.

Seg­ir Ísland vera á pari við þriðja heims ríki

Ef ekki verður gripið taf­ar­laust til aðgerða gegn blóðmera­haldi  mun orðspor og ímynd Íslands verða fyr­ir óaft­ur­kræfu tjóni, að sögn Ingu.

„Við erum eina Evr­ópu­landið í heim­in­um sem leyf­ir þessa starf­semi. Við erum semsagt á pari við þriðja heims ríki hvað þetta varðar og þetta eru gríðarleg­ir álits­hnekk­ir fyr­ir okk­ur. Íslands­stofa er far­in að fá pósta frá fólki er­lend­is frá sem seg­ist aldrei ætla að heim­sækja Ísland út af þessu.“

Inga mælti fyr­ir frum­varpi um bann við blóðmera­haldi 16. mars síðastliðinn, fyr­ir hönd Flokks fólks­ins auk tveggja þing­manna Pírata. Frum­varpið hlaut hins veg­ar litl­ar und­ir­tekt­ir á þingi og tel­ur Inga að þar hafi þrýsti­hóp­ar og hags­muna­öfl verið að baki.

„Í kjöl­farið kom m.a. einn bóndi sem var í andsvör­um við frum­varpið. Hann vildi meina að þetta væri nú ekki eins og við höfðum lagt fram en mynd­in sýn­ir í raun­inni að allt sem við sögðum var satt og rétt.“

Bann við blóðmerahaldi verður áfram eitt af forgangsmálum Flokks fólksins …
Bann við blóðmera­haldi verður áfram eitt af for­gangs­mál­um Flokks fólks­ins á þessu kjör­tíma­bili. mbl.is/​Rax

Hyggst leggja fram nýtt þing­frum­varp

Þá seg­ir hún at­hygl­is­vert að Arnþór Guðlaugs­son, fram­kvæmda­stjóri Ísteka, sem einnig hafi and­mælt frum­varp­inu líkt og um­rædd­ur bóndi, láti ekki ná í sig eft­ir að heim­ild­ar­mynd­in kom út.

„Ísteka gaf frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fyr­ir­tækið kveðst for­dæma vinnu­brögðin sem sjást í mynd­inni en á sama tíma eru Arnþór og þessi Bald­ur Eiðsson bóndi, sem reyndi að þvinga dýra­vernd­ar­sam­tök­in út í skurð, í fel­um og láta ekki ná í sig en þeir voru báðir á staðnum þegar þessi dýr­aníð fór fram.“

Ísteka er líf­tæknifyr­ir­tæki sem ber ábyrgð á blóðtöku hryssna á Íslandi. Blóðið er tekið úr fylfull­um hryss­um og unnið úr því horm­ón sem síðan er m.a. notað til að auka frjó­semi svína til mann­eld­is.

Inga hyggst leggja fram nýtt frum­varp um leið og nýtt þing kem­ur sam­an.

„Þetta verður eitt af for­gangs­mál­um Flokks fólks­ins og nú kem­ur í ljós hver dýra­gæsk­an er hjá ís­lensk­um kjörn­um alþing­is­mönn­um. Hvort raun­veru­leg­ur vilji sé hjá þeim til að vernda dýr­in og vera mál­svar­ar málleys­ingj­anna. Erum við dýra­vin­ir eða ekki? Eða eru menn bara að gæta eig­in hags­muna, hugsa um botn­inn á sjálf­um sér og passa að verða ekki óvin­sæl­ir hjá ákveðnum hópi kjós­enda eins og oft hef­ur verið?“

Miklum fjármunum hefur verið eytt í sérstakt markaðsátak til að …
Mikl­um fjár­mun­um hef­ur verið eytt í sér­stakt markaðsátak til að kynna ís­lenska hest­inn á er­lendri grundu. Ljós­mynd/​mbl.is

Mikl­um fjár­mun­um eytt í ímynd lands­ins

Á ári hverju eyðir Ísland mikl­um fjár­mun­um í að draga fram já­kvæða ímynd lands­ins á er­lendri grundu. Blóðmera­hald stórskaðar þessa ímyndi og hef­ur það verið for­dæmt um heim all­an, að því er greint frá í drög­um að til­lögu til þings­álykt­un­ar um breyt­ingu á lög­um um vel­ferð dýra.

Hvernig sem á málið verði litið þurfi þó að koma til móts við bænd­urna sem gætu orðið af ákveðinni fram­færslu verði starf­sem­in lögð niður, að sögn Ingu.

„Það er talið að það sé verið að taka allt að 40 lítra úr hverri hryssu frá sumri og fram á haust, þ.e. um 5 lítra sem tekn­ir eru einu sinni í viku. Bænd­ur eru að fá að meðaltali um þúsund krón­ur fyr­ir hvern líter og stund­um meira. Fyr­ir 5 lítra eru þeir því að fá um 5.000 krón­ur.“

Fram­ar öllu seg­ir hún þó þurfa að gæta hags­muna dýr­anna sem ekki geta gætt þeirra sjálf.

„Dýra­lækn­ir seg­ir að þetta blóðmagn sé við hættu­mörk enda er verið að taka jafn mikið úr litl­um ís­lensk­um hryss­um eins og úr risa­hryss­um úti í heimi. Í stað þess að þakka hryss­un­um fyr­ir bljóðgjöf­ina með epla­bita fá sum­ar þeirra hnefa­högg beint á snopp­una eins og sést í mynd­inni. Þetta er bara viðbjóður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert