Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Landsréttar í peningaþvættismáli Hafþórs Loga Hlynssonar, sem sakaður er að hafa hagnast á margvíslegum brotum allt til ársins 2017. Þrír dómarar Hæstaréttar komast að þessari niðurstöðu en tveir skiluðu sératkvæði og vildu vísa málinu frá Héraðsdómi.
Hæstiréttur samþykkti áfrýjunarbeiðni Hafþórs í byrjun júní, en hann var sakfelldur í Landsrétti og dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar
Hafþór er einna þekktastur fyrir aðild sína að stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði, sem notaður var til að grafa eftir rafmyntinni bitcoin.
Hafþór var handtekinn í maí árið 2017 og í framhaldinu gerð leit á heimili hans. Fann lögreglan þá 1,8 milljónir undir rúmdýnu, en Hafþór sagðist hafa tekið þá upphæð úr banka því hann skuldaði bankanum. Þá fundust einnig talsverðir fjármunir í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu á heimili hans sem og á honum sjálfum.