Klofinn Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Hafþóri

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands mbl.is/Odd

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Landsréttar í peningaþvættismáli Hafþórs Loga Hlynssonar, sem sakaður er að hafa hagnast á margvíslegum brotum allt til ársins 2017. Þrír dómarar Hæstaréttar komast að þessari niðurstöðu en tveir skiluðu sératkvæði og vildu vísa málinu frá Héraðsdómi.

Hæstirétt­ur samþykkti áfrýj­un­ar­beiðni Hafþórs í byrj­un júní, en hann var sak­felld­ur í Lands­rétti og dæmd­ur til 20 mánaða fang­elsis­vist­ar

Hafþór er einna þekkt­ast­ur fyr­ir aðild sína að stór­felld­um þjófnaði á tölvu­búnaði, sem notaður var til að grafa eft­ir raf­mynt­inni bitco­in. 

Hafþór var hand­tek­inn í maí árið 2017 og í fram­hald­inu gerð leit á heim­ili hans. Fann lög­regl­an þá 1,8 millj­ón­ir und­ir rúm­dýnu, en Hafþór sagðist hafa tekið þá upp­hæð úr banka því hann skuldaði bank­an­um. Þá fund­ust einnig tals­verðir fjár­mun­ir í leyni­hólfi bak við eld­hús­inn­rétt­ingu á heim­ili hans sem og á hon­um sjálf­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert