Kona lést í umferðarslysi í morgun

mbl.is/Sverrir

Banaslys varð í morgun á níunda tímanum á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík. Ekið var á konu sem var gangandi vegfarandi, en tilkynnt var um slysið klukkan 8.32.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í morgun var greint frá slysinu, en þá kom fram að bæði lögregla og sjúkrabílar hefðu verið kallaðir á vettvang og var konan flutt á sjúkrahús. Dimmt og blautt var í morgun.

Fram kemur í tilkynningunni að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert