Konan sem lést varð fyrir strætisvagni

mbl.is/Hari

Konan sem lést í umferðarslysi á níunda tímanum í morgun á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk mbl.is staðfest frá Strætó bs. 

Öllum farþegum vagnsins ásamt vagnstjóra var boðin áfallahjálp. Þá kemur fram í svari Strætó að búið sé að senda póst á alla starfsmenn Strætó og þeim boðið að koma saman og ræða málin.

Þá segir Strætó að reynt verði eftir bestu getu að aðstoða yfirvöld við rannsókn á tildrögum slyssins. Lýsir Strætó því yfir að hugur starfsmanna sé hjá konunni og aðstandendum hennar. Þá eru einnig allir farþegar sem um borð voru í vagninum í morgun hvattir til þess að þiggja áfallahjálp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert