Veðurviðvaranir gætu orðið appelsínugular

Spáð er rigningu eða slyddu.
Spáð er rigningu eða slyddu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spár gera ráð fyrri ákveðinni vestlægri átt með rigningu eða slyddu öðru hvoru en smá snjókomu á norðausturhluta landsins og hlýnandi veðri. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig.

Norðlægari eftir hádegi með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttir annars til og kólnar. Lítils háttar lægð norður af landinu, hreyfist til suðausturs og dýpkar ört síðar í dag, en það veldur því að vaxandi norðanátt á austurhelmingnum nær stormstyrk eða roki á Suðausturlandi undir miðnætti.

Vakin er athygli á gulum veðurviðvörunum á suðaustanverðu landinu, sem taka gildi í kvöld, en þar sem hvessir áfram í nótt gætu viðvaranirnar því orðið appelsínugular.

Dregur talsvert úr vindi eftir hádegi á morgun, en þá falla jafnfram viðvarnir úr gildi. Hiti fer einnig ört lækkandi og má reikna með talsverðu frosti síðdegis.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert