Áfram á Landspítalanum þrátt fyrir rannsókn

Þar sem læknirinn starfar undir takmörkuðu leyfi hefur hann verið …
Þar sem læknirinn starfar undir takmörkuðu leyfi hefur hann verið í endurmenntunar- og þjálfunarferli á Landspítalanum undir nánu eftirliti sérfræðinga spítalans.

Fylgst er vel með framvindu á máli læknisins sem er grunaður um aðkomu að andláti sex einstaklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að því er segir í tilkynningu frá Landspítala. 

Læknirinn starfar nú á Landspítalanum eftir að Embætti landlæknis veitti honum endurnýjun á takmörkuðu lækningaleyfi í byrjun nóvember og gildir það næstu tólf mánuði.

Í tilkynningu spítalans segir að þar sem læknirinn starfi undir takmörkuðu leyfi hafi hann verið í endurmenntunar- og þjálfunarferli á Landspítalanum undir nánu eftirliti sérfræðinga spítalans. 

Samtals hafa þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja verið kærðir til lögreglu vegna andláts 73 ára konu sem er talin hafa verið sett í lífslokameðferð á stofnuninni að tilefnislausu.

Í ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru læknar HSS meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu, með alvarlegum og endurteknum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert