Hringveginum var lokað í stutta stund vegna aftanákeyrslu sem varð í kringum fimmleytið í dag í grennd við Bifröst samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Borgarbyggð.
Engin slasaðist en olía lak úr bílunum og eru hreinsistörfum slökkviliðsins lokið og er vegurinn nú aftur opinn.