Ekið var á gangandi vegfaranda rétt upp úr átta í kvöld á gatnamótum við Sprengisand, undir brúnni sem liggur yfir Reykjanesbraut.
Samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn einstaklingur fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Ekki voru veittar nánari upplýsingar að svo stöddu.
Fréttin verður uppfærð.