Netárás á greiðslufyrirtækin Valitor og Saltpay er nú yfirstaðin. Bæði fyrirtækin hafa greint frá því á vefsíðum sínum að árásin hafi ekki haft áhrif á innra kerfi fyrirtækjanna og neytendur þyrftu því ekki að áhyggjur af því hvort gögnin þeirra séu örugg.
Greint var frá því í kvöld að truflanir urðu á greiðsluþjónustu Valitor og SaltPay eftir að félögin urðu fyrir umfangsmikilli netárás. Mikið er um að vera í dag þar sem svartur föstudagur er haldinn hátíðlegur í dag og flest fyrirtæki að bjóða upp á afslætti af ýmsu tagi.
Netárásin var svokölluð DDoS árás þar sem kerfið er yfirfyllt af beiðnum sem er gert til þess að hægja eða slökkva á kerfinu.