Sendiskrifstofur Íslands lýstar upp í átaki gegn kynbundu ofbeldi

Utanríkisráðuneytið lýst upp með roðagylltum lit.
Utanríkisráðuneytið lýst upp með roðagylltum lit. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Utanríkisráðuneytið og fjölmargar sendiskrifstofur Íslands erlendis hafa verið lýstar upp með roðagylltum lit í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir í tilkynningu stjórnarráðsins sterka stöðu Íslands á sviði jafnréttismála skapa tækifæri til forystu á alþjóðavísu. 

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum og markar hann upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember næstkomandi.

Sendiráð Íslands í Tókýó.
Sendiráð Íslands í Tókýó. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.
Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Aðgerðin táknræn fyrir von um framtíð kvenna án ofbeldis

Í tilefni þessa verða utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg í Reykjavík og sendiskrifstofur Íslands víðsvegar um heiminn lýstar upp með roðagylltum lit á meðan átakið stendur yfir. Aðgerðin er táknræn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis.

Á meðal þeirra sendiskrifsstofa sem lýstar eru upp af þessu tilefni eru sendiráðin í Berlín, Helsinki, Kaupmannahöfn, Tókýó, Moskvu, Peking og Stokkhólmi. Þá er bústaður sendiherra í Washington baðaður roðagylltum bjarma og húsnæði fastanefndar Íslands í Strassborg.

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.
Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Bústaður sendiherra Íslands í Washington er baðaður roðagylltum bjarma.
Bústaður sendiherra Íslands í Washington er baðaður roðagylltum bjarma. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Sendiráð Íslands í Berlín.
Sendiráð Íslands í Berlín. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert