Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan hálfeitt vegna göngumanns sem hafði runnið niður fjallshlíð í Norðurfirði á Ströndum.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan á leiðinni og er hún væntanleg á vettvang upp úr klukkan tvö.
Göngumennirnir voru tveir og óskaði sá sem slasaðist ekki eftir aðstoð Gæslunnar. Sá slasaði verður fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins.