Truflanir eru á greiðsluþjónustu Valitor og SaltPay eftir að félögin urðu fyrir umfangsmikilli netárás.
Bæði fyrirtækin hafa tekið fram að innri kerfi fyrirtækjanna séu örugg og neytendur þyrftu ekki að áhyggjur af því hvort gögnin þeirra séu örugg.
Sérfræðingar fyrirtækjanna vinna nú að lagfæringum en mikið er um að vera í dag þar sem svartur föstudagur er haldinn hátíðlegur í dag og flest fyrirtæki að bjóða upp á afslætti af ýmsu tagi.
Netárásin er svokölluð DDoS árás þar sem kerfið er yfirfyllt af beiðnum sem er gert til þess að hægja eða slökkva á kerfinu.