Tveggja bíla árekstur varð við gatnamót Suðurgötu og Hjarðarhaga um hálfsjöleytið. Einn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Í samtali við mbl.is segir starfsmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ólíklegt að sá sem var fluttur á sjúkrahús sé mikið slasaður þar sem útkallið var ekki forgangsútkall.
Ekki er vitað um líðan hins slasaða.