Mörg vitni að umferðarslysinu við Skeiðarvog

Slysið varð við gatna­mót Skeiðar­vogs og Gnoðar­vogs.
Slysið varð við gatna­mót Skeiðar­vogs og Gnoðar­vogs. mbl.is/Óttar

Lögregla vinnur nú að því að safna upplýsingum um banaslysið sem varð á fimmtudag er kona varð fyrir strætó.

Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirs­sonar yf­ir­lög­regluþjóns voru mörg vitni að slysinu og segir hann í samtali við mbl.is að í gær hafi lögreglan lokið við að safna saman vitnisburðum.

Ásgeir segir að ekki sé hægt að upplýsa um hvaðan konan var en hún var af erlendum uppruna. „Það verður að gera það í samráði við aðstandendur þegar þar að kemur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert