Skrautið á jólamarkaðstrénu afhjúpað

Védís Jónsdóttir við jólatréð.
Védís Jónsdóttir við jólatréð. mbl.is/Óttar

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir jólamarkaði í Heiðmörk allar aðventuhelgar og var opnunardagurinn í hádeginu í dag.

Skrautið á jólamarkaðstrénu var afhjúpað klukkan 12 en það er Védís Jónsdóttir hönnuður sem bjó skrautið til úr gömlum, óseljanlegum lopapeysum úr fataflokkun Rauða krossins.

Sönghópur Norðlingaskóla tók jafnframt lagið.

mbl.is/Óttar

Fleiri viðburðir eru á dagskrá í dag. Rithöfundarnir Þórarinn Leifsson og Sigrún Eldjárn lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum yfir varðeldi í Rjóðrinu, sem er grenilundur við Elliðavatnsbæinn.

mbl.is/Óttar

Jólatrjáasala félagsins er á sínum stað og handverksmarkaður með spennandi varningi verður staðsettur í Elliðavatnsbænum „þar sem er einstaklega huggulegur salur með steinhlöðnum veggjum“, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert