Þurfa endurhæfingu eftir Covid

Flestir sem ljúka starfsendurhæfingu fara í vinnu eða nám. Myndin …
Flestir sem ljúka starfsendurhæfingu fara í vinnu eða nám. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um að einstaklingar sem eru að glíma við eftirköst veikinda af völdum kórónuveirunnar hafi leitað til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þar sem þeir þurfa á starfsendurhæfingu að halda.

Almenn aðsókn í starfsendurhæfingu hjá VIRK hefur farið heldur vaxandi síðasta misserið. Alls eru nú 2.400 þjónustuþegar í starfsendurhæfingu á vegum VIRK um allt land. 2.011 einstaklingar hafa hafið þjónustu á yfirstandandi ári og 1.641 þjónustuþegi hefur útskrifast og lokið starfsendurhæfingu á árinu samkvæmt upplýsingum Eysteins Eyjólfssonar, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK.

Frá upphafi starfsemi VIRK hafa ríflega 21 þúsund einstaklingar byrjað starfsendurhæfingu á vegum VIRK og á fjórtánda þúsund hafa útskrifast. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert