Varað við flughálku

Kort/mbl.is

Líkur eru á að frostrigning gæti myndast með morgninum og fram eftir degi, sunnan- og vestanlands með flughálku.

Þetta kemur fram í athugasemdum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Spáð er breytilegri átt í dag, víða verða 3 til 10 metrar á sekúndu, skýjað og dálítil úrkoma á víð og dreif og frost verður á bilinu 0 til 7 stig. Rigning verður eða slydda við suðvestur- og vesturströndina með morgninum og fram eftir degi með hita á bilinu 0 til 5 stig. Í kvöld verður vaxandi norðvestanátt austantil.

Á morgun er spáð suðlægri átt, 5-13 m/s, víða snjókomu og vægu frosti en rigning verður suðvestantil og hiti á bilinu 1 til 5 stig. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert