Fagleg stjórn verði sett yfir Landspítalann

Framsóknarflokkurinn tekur við heilbrigðisráðuneytinu og verður Willum Þór Þórsson þar …
Framsóknarflokkurinn tekur við heilbrigðisráðuneytinu og verður Willum Þór Þórsson þar með lyklavöld. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á að skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd, en í dag er forstjóri æðstur í skipuriti spítalans, en með fagráð og ráðgjafanefndir sér til aðstoðar. Þetta er meðal þess sem má lesa úr aðgerðalista sem fylgir sáttmálanum.

Staða forstjóra spítalans var auglýst til umsóknar í október og rann umsóknarfresturinn út fyrir rúmlega hálfum mánuði. Fjórtán sóttu um stöðuna, en enn hefur ekki verið skipaður forstjóri. Það mun nýr heilbrigðisráðherra gera, en Will­um Þór Þórs­son í Framsóknarflokki tekur við ráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn.

Meðal annarra aðgerðar verður innleiðing á þjónustutengdri fjármögnun í heilbrigðiskerfinu og settir upp miðlægir biðlistar til að tryggja að þjónusta verði veitt innan tiltekins ásættanlegs biðtíma.

Þá er stefnt að því að fjölga heilsugæslustöðvum og styrkja sem fyrsta viðkomustað notenda. Á að auka þjónustu á heilsugæslustöðvum til að minnka álagið á öðrum viðkomustöðum í kerfinu, líkt og á bráðamóttöku.

Jafnframt kemur fram að auka eigi aðgengi að sérfræðiþjónustu í öllum umdæmum í samráði við heilbrigðisstofnanir. Þá á að leggja aukna áherslu á geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á að efla hana í forvarnarskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert