Hækkum rána á fleygiferð

Heimildamyndin vakti mikla athygli í Finnlandi og vann til verðlauna …
Heimildamyndin vakti mikla athygli í Finnlandi og vann til verðlauna nýverið í Belgíu. Hún fer nú víðar um heiminn.

Íslenska heim­ilda­mynd­in Hækk­um rána eft­ir Guðjón Ragn­ars­son í fram­leiðslu Sagafilm hef­ur verið sýnd í tíu kvik­mynda­hús­um í Finn­landi und­an­farið. Glimr­andi dóm­um rign­ir yfir mynd­ina, fjór­ar stjörn­ur frá þrem­ur virt­um gagn­rýn­end­um auk nokk­urra stórra greina í Hels­inki Sanom­at-dag­blaðinu. Mynd­in tók þátt á barna­kvik­mynda­hátíðinni Filem'on í Belg­íu þar sem mynd­in sótti tvenn verðlaun, besta mynd­in val­in af 8-13 ára dóm­nefnd og besta heim­ilda­mynd­in val­in af fag­legri dóm­nefnd. Hækk­um rána var sýnd í Sjón­varpi Sím­ans Premium fyrr á ár­inu og vakti tölu­vert um­tal.

Velt­ir upp spurn­ing­um 

Mynd­in fjall­ar um hóp körfu­bolta­stúlkna sem eru á aldr­in­um 8-13 ára. Þjálf­ar­inn, Brynj­ar Karl Sig­urðsson, þjálfaði þær á óhefðbund­inn hátt og hækkaði í sí­fellu rána. Þær voru þjálfaðar eins og leiðtog­ar utan vall­ar og af­reks­kon­ur inn­an vall­ar. Þær settu sér snemma það mark­mið að keppa ávallt við þá bestu og voru sig­ur­sæl­ar í drengja- og stúlkna­mót­um. Mynd­in er saga stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvenna­körfu á Íslandi. Með mikl­um fórn­ar­kostnaði tók­ust þær á við það mót­læti sem því fylgdi.

Miklar umræður sköpuðust á Íslandi þegar myndin var sýnd hér.
Mikl­ar umræður sköpuðust á Íslandi þegar mynd­in var sýnd hér.

„Það er ótrú­lega gam­an að sjá þessa mynd fá þá umræðu sem okk­ur þykir hún eiga skilið. Í Finn­landi var rætt um þau þemu sem eru í mynd­inni, stöðu stúlkna í íþrótt­um, aðstöðumun hjá drengj­um og stúlk­um inn­an íþrótta­hreyf­inga og jafn­rétti inn­an íþrótta. Stúlk­urn­ar sem höfnuðu verðlaun­un­um hafa fengið mikið hrós fyr­ir hug­rekki þar. Mynd­in opn­ar á löngu tíma­bæra mál­efna­lega umræðu en ekki per­sónu­lega eins og varð raun­in hér á landi. Þegar bíó­sýn­ing­um lýk­ur fer hún inn í finnska skóla­kerfið, sem er með því fram­sækn­asta í heimi, og það verður gam­an að fylgj­ast með því. Við eig­um til vandaðan kennslupakka sem fylg­ir mynd­inni og var bú­inn til þegar mynd­in var sýnd á Hot­Docs í Kan­ada í vor, með verk­efn­um fyr­ir ýmsa ald­urs­hópa. Mynd­in er á fleygi­ferð í dreif­ingu, vann til verðlauna í Ástr­al­íu ný­verið og opn­ar í Banda­ríkj­un­um í des­em­ber,“ seg­ir Mar­grét Jón­as­dótt­ir, fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar.

Framleiðandinn Margrét Jónasdóttir og þjálfarinn Brynjar Karl bregða á leik …
Fram­leiðand­inn Mar­grét Jón­as­dótt­ir og þjálf­ar­inn Brynj­ar Karl bregða á leik og taka sjálfu á körfu­bolta­vell­in­um.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert