Þjóðgarður á hálendi í allt annarri mynd

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni …
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni verðandi ráðherra um­hverf­is-, lofts­lags- og orku­mála. mbl.is/Unnur Karen

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður á hálendi Íslands í töluvert breyttri mynd en ætlunin var á síðasta kjörtímabili. 

„Stofnaður verður þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Áhersla verður lögð á samtal og samvinnu við heimamenn og svæðisráðum fjölgað,“ segir í sáttmálanum í kaflanum Orkumál og náttúruvernd. 

Fellur í skaut fráfarandi utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson mun færa sig úr utanríkiráðuneytingu og í um­hverf­is-, lofts­lags- og orku­málaráðuneytið en Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun færa sig þaðan og í ráðuneyti félags- og vinnumála.

Með þessari breytingu virðist því fallið frá fyrirætlunum um hálendisþjóðgarðinn á miðhálendinu en mikil undirbúningsvinna átti sér stað á síðasta kjörtímabili vegna þess en hann var í stjórnarsáttmála þess kjörtímabils. 

Átti að þekja 85% hálendisins

Þverpólitísk nefnd var sett á fót um stofnun þjóðgarðsins af Guðmundi þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra árið 2018 sem skilaði niðurstöðum í lok árs 2019. Þar var gert ráð fyrir því að 85% af miðhálendinu myndi falla innan marka þjóðgarðsins. 

Af Kjarvalsstöðum þar sem nýr sáttmáli um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf VG, …
Af Kjarvalsstöðum þar sem nýr sáttmáli um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks var kynntur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert