Tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp

Lögreglan að störfum í miðbænum.
Lögreglan að störfum í miðbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í gærkvöldi og í nótt. Það fyrsta varð við gatnamót Suðurgötu og Hjarðarhaga á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Báðar bifreiðar voru fjarlægðar með dráttarbifreið.

Um fimmtán mínútum síðar var tilkynnt um annað óhapp í hverfi 105. Engin slys urðu á fólki og voru báðar bifreiðar ökufærar eftir óhappið.

Tilkynnt var um þriðja óhappið í Mosfellsbæ upp úr klukkan hálfátta í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar eru um það í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um hálfsjöleytið var einnig tilkynnt um innbrot í bifreið í miðbæ Reykjavíkur.

Átta bifreiðir voru stöðvaðar þar sem ökumaður var grunaður um akstur áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tveir ökumannanna höfðu þegar verið sviptir ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert