Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að Birgir Ármannsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, verði tilnefndur af þeirra hálfu sem forseti Alþingis.

Þetta sagði Bjarni í viðtali á Rúv.is að loknum blaðamannafundi.

Bjarni sagði það samkomulag milli stjórnarflokkana þriggja, Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, að það væri Sjálfstæðisflokkurinn sem tilnefndi forseta Alþingis. Síðan sé það Alþingi sem kýs.

Til viðbótar við fimm ráðherrasæti verður forseti Alþingis því úr röðum sjálfstæðismanna.

Aðspurður sagðist Bjarni ekki trúa því að nokkuð kæmi í veg fyrir að Birgir yrði kosinn forseti Alþingis. Sagði Bjarni hann njóta mikils stuðnings í þingflokki sjálfstæðismanna og einnig njóta virðingar og trausts annarra flokka á Alþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert