Menningarminjar fara til Guðlaugs

Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála. mbl.is/Árni Sæberg

Málefni sem falla undir málaflokk mennta- og menningarmálaráðuneytisins munu dreifast nokkuð víða í nýrri ríkisstjórn. Í stórum dráttum falla þau á milli ráðuneyta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem er ráðherra vísinda, iðnaðar og nýsköpunar og ráðuneytis Lilju Daggar Alfreðsdóttur, sem er ráðherra ferðamála, viðskipta og menningarmála.

Hins vegar munu málefni menningarminja fara til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem er ráðherra umhverfis orku og loftlags. Þetta er meðal þess sem lesa má um í forsetaúrskurði sem birtur var í stjórnartíðindum í gær.

Undir menningarminjar fellur a) varðveisla menningararfs b) skil menningarverðmæta til annarra land c) verndarsvæði í byggð d) Minjastofnun Íslands.

Í upphaflegum forsetaúrskurði stóð að málefni lista og menning féllu undir ráðuneyti Guðlaugs, en textinn hefur síðar verið uppfærður, en á þetta bendir Ásþór Sævar Scheving Ásþórsson.

Málefni fjölmiðla fara til Áslaugar Örnu

Í síðustu ríkisstjórn hafði Lilja Dögg sem mennta- og menningarmálaráðherra málefni fjölmiðla á sinni könnu. Það málefnasvið fellur undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og mun í nýrri ríkisstjórn falla undir ráðuneyti Áslaugar Örnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert