Menningarminjar fara til Guðlaugs

Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála. mbl.is/Árni Sæberg

Mál­efni sem falla und­ir mála­flokk mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins munu dreifast nokkuð víða í nýrri rík­is­stjórn. Í stór­um drátt­um falla þau á milli ráðuneyta Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, sem er ráðherra vís­inda, iðnaðar og ný­sköp­un­ar og ráðuneyt­is Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, sem er ráðherra ferðamála, viðskipta og menn­ing­ar­mála.

Hins veg­ar munu mál­efni menn­ing­ar­minja fara til Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar sem er ráðherra um­hverf­is orku og loft­lags. Þetta er meðal þess sem lesa má um í for­seta­úrsk­urði sem birt­ur var í stjórn­artíðind­um í gær.

Und­ir menn­ing­ar­minj­ar fell­ur a) varðveisla menn­ing­ar­arfs b) skil menn­ing­ar­verðmæta til annarra land c) vernd­ar­svæði í byggð d) Minja­stofn­un Íslands.

Í upp­haf­leg­um for­seta­úrsk­urði stóð að mál­efni lista og menn­ing féllu und­ir ráðuneyti Guðlaugs, en text­inn hef­ur síðar verið upp­færður, en á þetta bend­ir Ásþór Sæv­ar Scheving Ásþórs­son.

Mál­efni fjöl­miðla fara til Áslaug­ar Örnu

Í síðustu rík­is­stjórn hafði Lilja Dögg sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra mál­efni fjöl­miðla á sinni könnu. Það mál­efna­svið fell­ur und­ir at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti og mun í nýrri rík­is­stjórn falla und­ir ráðuneyti Áslaug­ar Örnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert