Segir orkuskipti forsendu umhverfisverndar

Blóm gera kraftaverk. Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhendir Guðlaugi Þór Þórðarsyni …
Blóm gera kraftaverk. Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhendir Guðlaugi Þór Þórðarsyni lyklana að umhverfisráðuneytinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, nýr um­hverf­is-, auðlinda- og orku­málaráðherra, seg­ir að bæði sé vilji og geta til að taka stór skref í mála­flokkn­um. Hann tók við lykla­völd­um að ráðuneyt­inu í dag úr hönd­um Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, sem nú er fé­lags- og vinnu­málaráðherra.

Hann seg­ir að á tím­um þar sem öll spjót bein­ast að lofts­lags­mál­um sé ráðuneyti hans eitt það mik­il­væg­asta. 

Guðlaug­ur Þór af­henti Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur lykl­ana að ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu fyrr í dag.

„Þetta er stóra málið,“ seg­ir Guðlaug­ur við mbl.is um um­hverf­is­mál­in.

„Þetta er stóra verk­efnið, ekki bara fyr­ir ráðuneytið held­ur þjóðina alla. Við sjá­um þær áhersl­ur ber­sýni­lega í stjórn­arsátt­mál­an­um og það er eng­in til­vilj­un,“ bæt­ir hann við.

Ýjar að því að virkja þurfi meira

Ríkj­andi viðhorf í um­hverf­is­mál­um má segja að séu tvíþætt; um­hverf­is­vernd ann­ars veg­ar og bar­átt­an gegn lofts­lags­vánni hins veg­ar. Nýr ráðherra seg­ir þetta fara vel sam­an, enda verði að nýta græna orku til þess að vernda um­hverfið. Það sé ekki bara póli­tískt bit­bein hér á landi held­ur um all­an heim.

„Það ligg­ur bara fyr­ir og hef­ur alltaf legið fyr­ir að ef við ætl­um í græna orku­bylt­ingu að þá þurf­um við græna og end­ur­nýj­an­lega orku í þau verk­efni. Síðan vilj­um við gera það með þeim hætti að sem mest sátt sé um það og það er ei­lífðar­verk­efni í ís­lensk­um stjórn­mál­um, en kannski aldrei jafn­mik­il­vægt og nú. Það er í raun ómögu­legt að ræða þessi mál nema við ræðum báðar hliðar,“ seg­ir Guðlaug­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert