Spáð er 5,3% hagvexti í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnir nú í dag. Verður þá landsframleiðslan orðin meiri en fyrir faraldur, gangi spáin upp.
Segir þar að staðan í efnahagsmálum sé mun betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ríkjandi árs og meiri þróttur í hagkerfinu. Fjárlagafrumvarpið er nokkuð seinna á dagskrá í ár en venjulega, en það helgast af því að kosningar fóru nú fram að hausti en ekki vori.
Í tilkynningu vegna frumvarpsins kemur fram að gert sé ráð fyrir aukningu í útgjöldum vegna heilbrigðismála og á bætur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.
Frekari fréttir af fjárlögunum munu birtast hér á mbl.is.