280 karlmenn fengið forvarnarlyf gegn HIV

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Unnur Karen

Um 280 karlmenn hafa fengið forvarnarlyf gegn HIV á Landspítalanum frá því fyrst var boðið upp á það fyrir þremur árum og um 150 fá lyfið reglulega.

Transkarlar eru á meðal þeirra sem nú fá lyfið PrEP.  Samkvæmt reglugerð er það hugsað fyrir karlmenn sem stunda áhættusamt kynlíf með karlmönnum, að því er Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítala, greinir frá í samtali við vef HIV Ísland.

Þeir sem nota PrEP þurfa að mæta í eftirlit á spítalanum á þriggja mánaða fresti en Bryndís mælir með notkun smokksins.

Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítala.
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítala. Ljósmynd/Aðsend

Hún segir mikla fordóma hafa verið fyrir forvarnarlyfjum við HIV þegar rannsóknir voru að hefjast fyrir tíu árum síðan. Núna hafi veldisvöxtur orðið á aðgengi HIV-lyfja.

„Við erum að ná því á skömmum tíma að meðhöndla margfalt fleiri en fyrir fimm árum. Það hefur gert það að verkum að notkun PrEP þykir sjálfsagðari núna en þá,“ segir hún en í dag er alþjóðlegi alnæmisdagurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert