Hlaupvatn í nótt eða í fyrramálið

Íshellan hefur sigið um 12 metra.
Íshellan hefur sigið um 12 metra. Ljósmyndir/Jón Grétar Sigurðsson

Íshellan í Grím­svötn­um hefur nú sigið um tólf metra að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. „Það er ekkert lát á því,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Enn sem komið hefur hlaupvatn ekki runnið undan jöklinum.
Enn sem komið hefur hlaupvatn ekki runnið undan jöklinum.

Rennsli hætti á sunnudag

Sigþrúður segir íshelluna síga niður hægt en samkvæmt spálíkani jökla­hóps Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands er gert ráð fyr­ir því að rennsli muni hætta úr Grímsvötnum á sunnu­dag.

Hún segir að rafleiðni vatnsins nái nú gildinu 190 og að vatn úr lónunum renni nú niður en ekki eiginlegt hlaupvatn. „Þegar það fer að nálgast 200 þá fer það að sjást,“ segir Sigþrúður. Hún segist gera ráð fyrir að það muni gerast í nótt eða fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert