Urður Egilsdóttir
Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um tólf metra að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. „Það er ekkert lát á því,“ segir hún í samtali við mbl.is.
Sigþrúður segir íshelluna síga niður hægt en samkvæmt spálíkani jöklahóps Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er gert ráð fyrir því að rennsli muni hætta úr Grímsvötnum á sunnudag.
Hún segir að rafleiðni vatnsins nái nú gildinu 190 og að vatn úr lónunum renni nú niður en ekki eiginlegt hlaupvatn. „Þegar það fer að nálgast 200 þá fer það að sjást,“ segir Sigþrúður. Hún segist gera ráð fyrir að það muni gerast í nótt eða fyrramálið.