103 ár eru síðan Ísland varð fullvalda þann 1. desember 1918 en með fullveldinu varð Ísland frjálst ríki, konungsríkið Ísland. Af því tilefni hefur Stjórnarráðið við Lækjargötu verið lýst upp með íslensku fánalitunum, eins og sjá má.
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 voru kynntar við athöfn á Kjarvalsstöðum í dag, í tilefni dagsins.
Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld.