Lauk máli leikskólastarfsmannsins án athugasemda

Fyrrverandi starfsfólk Sælukots kalla eftir að skólanum verði taf­ar­laust lokað …
Fyrrverandi starfsfólk Sælukots kalla eftir að skólanum verði taf­ar­laust lokað eða að gerðar verði rót­tæk­ar breyt­ing­ar á starfs­hátt­um hans. mbl.is/​Hari

Barnavernd Reykjavíkur lauk máli starfsmannsins sem ásakaður var um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum Sælukoti án athugasemda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni leikskólans en þar segir að starfsmaðurinn hafi verið sendur í leyfi eftir að ásakanirnar voru lagðar fram.

Aðstandendur hafa kært málið til lögreglu en umræddur starfsmaður starfar ekki lengur á Sælukoti. 

Leikskólinn hefur verið í umræðunni undanfarið vegna tilkalls frá fyrrverandi starfsfólki sem kallar eftir því að Sælukoti verði taf­ar­laust lokað eða að gerðar verði rót­tæk­ar breyt­ing­ar á starfs­hátt­um hans.

Enginn gert alvarlegar athugasemdir

„Hópur fyrrverandi starfsmanna Sælukots hefur valið að kasta rýrð á sinn gamla vinnustað með einhliða frásögnum í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningu frá leikskólanum. 

Þá segir að stjórnendur Sælukots hafi fylgt ábendingum eftirlitsaðila í gegnum árin.

„Enginn þeirra aðila sem hafa eftirlit með starfsemi skólans hafa þó gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi leikskólans, aðstöðu eða aðbúnað barna, starfskjör starfsmanna eða annað sem teljast mætti ámælisvert.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert