Lífshættuleg pólitík tengd spítalanum

Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þá sem segi bráðamóttöku Landspítalans sprungna og ástandið á Landspítalanum hræðilegt, stundi lífshættulega pólitík.

Egill Þór er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum.

Egill Þór, sem greindist sjálfur með krabbamein í sumar og aftur í síðustu viku, segir að hann hafi sjálfur þráast við að leita sér hjálpar á bráðamóttökunni og veikindi hans hafi gengið lengra en ella vegna þess að skilaboðin til samfélagsins væru að fólk ætti ekki að koma á sjúkrahúsið.

Fólk komi veikara í kerfið en áður

Hann vísar í viðtal Björns Zoëga, fyrrverandi forstjóra Landspítalans og núverandi forstjóra Karolínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, í Dagmálum þar sem hann sagði fólk vera að koma veikara inn í heilbrigðiskerfið en áður vegna þess að það veigri sér við að leita sér aðstoðar. 

Eg­ill Þór hef­ur þegar gengið í gegn­um eina krabba­meinsmeðferð og „sigr­ast“ á mein­inu einu sinni en fékk frétt­ir þess efn­is í síðustu viku að hann væri aft­ur kom­inn með krabba­mein og bíður nú frek­ari rann­sókna. 

Eg­ill Þór seg­ir frá raun­um sín­um, hvernig eng­an órar fyr­ir, svo ung­an, að geta greinst með krabba­mein og hvernig var að tak­ast á við til­hugs­un­ina um dauðann með nýtt líf á leiðinni og pólitíkina sem hann fylgist nú með frá hliðarlínunni í Dag­mál­um.

Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert