Smitaður af Ómíkron á Landspítala

Sjúklingur á Landspítalanum hefur greinst með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar.

Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­ala, í samtali við mbl.is.

Sá grunur, sem mbl.is greindi fyrst frá fyrr í kvöld, hefur því verið staðfestur.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala.
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. mbl.is/Ásdís

Smitaðist ekki erlendis

Már segist ekki hafa „græna glóru“ um hvernig sjúklingurinn hafi smitast af afbrigðinu en hann hafi ekki smitast erlendis. 

Sjúklingurinn hafi lagst inn á spítalann vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar og að hann hafi í kjölfarið greinst með Ómíkron-afbrigðið í kvöld.

Már segir að sjúklingurinn hafi hefðbundin einkenni.

Veikindi gætu verið vægari

Hversu vel bólu­efni duga gegn Ómíkron-af­brigðinu er enn á huldu. Bú­ast má við niður­stöðum rann­sókna um það á næstu dög­um.

Af­brigðið var fyrst upp­götvað í Suður-Afr­íku en þarf þó ekki endi­lega að hafa orðið til þar. Suðurafrísk­ir lækn­ar hafa sagt að svo virðist sem veik­indi af völd­um af­brigðis­ins séu væg­ari en af öðrum af­brigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka