Umbótastarf er þegar hafið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og hefur starfsumhverfi legudeildar D á HSS tekið jákvæðum breytingum á síðustu mánuðum. Hins vegar er ljóst að ýmislegt þarf að bæta að sögn embætti landlæknis.
Fram kemur á vef landlæknis, að hlutaúttekt á deildinni hafi verið í kjölfar rannsóknar embættisins á kvörtun sem barst síðla árs 2019 og leiddi í ljós alvarlega annmarka á þjónustu. Úttektin var gerð í september og tók til vettvangsskoðunar, viðtala við starfsfólk, stjórnendur og sjúklinga ásamt skoðunar á ferlum og fyrirliggjandi gögnum um starfsemi, alvarleg atvik, ábendingar, kvartanir og fleira.
Sem fyrr segir þá er umbótastarf hafið á HSS en landlæknisembættið hefur m.a. sent frá sér eftirfarandi ábendingar um atriði sem þarf að bæta.
Landlæknisembættið segir, að það sé ljóst að aukin meðvitund og áhersla sé á gæði líknar- og lífslokameðferðar eftir atvik sem urðu á deildinni. Starfsfólk er ánægt með þá fræðslu sem það hefur fengið innan stofnunarinnar um líknar- og lífslokameðferð en brýnt er að efla þá þekkingu og þjálfun enn frekar.
Embætti landlæknis mun fylgja framangreindum ábendingum eftir. HSS mun senda embættinu umbótaáætlun í janúar 2022 og framgangsskýrslu í maí 2022 og í nóvember 2022, segir ennfremur.