Fjölgað um níu þúsund

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir þróunina krefjast skýringa.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir þróunina krefjast skýringa. mbl/Arnþór Birkisson

Starfsfólki hjá hinu opinbera hefur fjölgað um níu þúsund frá september 2017 en starfsmönnum á einkamarkaði fækkað um átta þúsund. Hefur hið opinbera því staðið undir fjölgun starfa síðustu ár en störfum í einkageiranum fækkaði sem kunnugt er í kórónuveirukreppunni.

Samtök atvinnulífsins vekja athygli á þessari þróun en niðurstaðan grundvallast á úrvinnslu Hagstofunnar á skattskrám. Með ríkisstarfsmönnum er átt við starfsfólk í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

„Þessi öfugþróun þarfnast skýringa frá hinu opinbera,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Kostnaðurinn mun meiri

Fjallað var um launaþróun hjá ríkisstarfsmönnum í ViðskiptaMogganum í gær. Þar kom fram að heildarlaun ríkisstarfsmanna nálgist að vera að meðaltali milljón. Jafnframt að hver ráðning kosti að jafnaði á aðra milljón, að meðtöldum launatengdum gjöldum.

Halldór Benjamín segir þetta vanmat. Að teknu tilliti til launatengdra gjalda og annars kostnaðar megi reikna 55-60% ofan á laun fyrir virkan vinnutíma.

Samkvæmt því kostar hver ráðning ríkið hálfa aðra milljón króna.

„Mælingar Hagstofunnar hafa staðfest að útfærsla Lífskjarasamningsins hjá hinu opinbera hafi leitt til meiri launahækkana en sem nemur launabreytingum á almennum vinnumarkaði,“ segir Halldór en þróunin sé uppskrift að launaskriði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert