Hrinti af stað faraldri fyrir 35 árum

Eldsmiðjan í Bragagötu.
Eldsmiðjan í Bragagötu.

Þau tíðindi bárust landsmönnum í gær að veitingastaðnum Eldsmiðjunni yrði lokað eftir áramót. Eldsmiðjan hefur verið starfrækt í 35 ár, frá 1986, og olli straumhvörfum í skyndibitamenningu Reykjavíkur á sínum tíma.

Ekki eru nema um fjórir áratugir síðan Íslendingar kynntust pítsumenningu af einhverju viti. Frosnar pítsur fengust í búðum um miðjan áttunda áratuginn og í kjölfarið setti veitingastaðurinn Halti haninn pítsur á matseðilinn. Það var þó ekki fyrr en veitingastaðurinn Hornið var opnaður árið 1979 sem alvörulínur voru lagðar í þessum fræðum hér á landi. Árið eftir var svo Pizzahúsið opnað á Grensásvegi en það mun hafa verið fyrsti skyndibitastaðurinn sem sérhæfði sig í pítsum.

Morgunblaðið fjallaði um opnun Eldsmiðjunnar í ágúst 1986.
Morgunblaðið fjallaði um opnun Eldsmiðjunnar í ágúst 1986.

Alger sprengja varð svo með tilkomu Eldsmiðjunnar árið 1986 og í kjölfarið var fjöldi pítsustaða opnaður. Mikið var fjallað um þennan nýja veitingastað við Bragagötu í fjölmiðlum og þar kom fram að pítsurnar væru bakaðar við opinn eld í ítölskum pítsuofni „og afgreiddar í handhægum umbúðum sem auðvelda viðskiptavinum að taka þær með sér heim“. Þá þótti vissara að taka það fram að á Eldsmiðjunni væru eingöngu seldar pítsur sem búnar væru til á staðnum og að allt hráefni væri ferskt, ekki væri notaður dósamatur í álegg.

Lengri umfjöllun um veitingastaðinn vinsæla er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert