Þjónustumiðstöð byggð við Hengifoss

Byggt verður eftir verðlaunatillögu Eriks Rönnings Andersen og Sigríðar Önnu …
Byggt verður eftir verðlaunatillögu Eriks Rönnings Andersen og Sigríðar Önnu Eggertsdóttur arkitekta. Ljósmynd/Zis As

Tek­in hef­ur verið fyrsta skóflu­stunga að þjón­ustumiðstöð við Hengi­foss í Fljóts­dal. Húsið mun rísa á næsta ári. Jafn­framt er verið að und­ir­búa gerð tveggja brúa og göngu­stígs við ut­an­vert gilið sem mun gefa færi á hring­leið, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Hengi­foss er vin­sæll viðkomu­staður ferðafólks enda foss­inn fal­leg­ur sem og gljúfrið sem hann fell­ur í. Um 90 þúsund gest­ir lögðu leið sína þangað áður en kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn dró úr aðsókn.

Göngu­stíg­ur ligg­ur upp með inn­an­verðu gljúfr­inu og upp að foss­in­um. Fljóts­dals­hrepp­ur efndi til hönn­un­ar­keppni fyr­ir nokkr­um árum um aðstöðubygg­ingu ásamt lausn­um á hvíld­ar- og út­sýn­is­stöðum, hliðum og merk­ing­um. Arki­tek­arn­ir Erik Rönnig And­er­sen og Sig­ríður Anna Eggerts­dótt­ir sigruðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert