Tveir til viðbótar smitaðir af Ómíkron

Tvö smit hafa greinst af Ómíkron af­brigði kór­ónu­veirunn­ar í dag í kjöl­far þess að fyrsta smitið greind­ist í gær. Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, staðfest­ir þetta við Rúv sem greindi fyrst frá smit­un­um.

Sá sem greind­ist smitaður af af­brigðinu nú í gær er karl­maður á átt­ræðis­aldri. Hann ligg­ur inni á land­spít­ala en hafði áður verið á heil­brigðis­stofn­un utan höfuðborg­ar­svæðis­ins vegna veik­inda tengd­um veirunni.

Maður­inn er full­bólu­sett­ur auk þess sem hann fékk ný­lega örvun­ar­skammt. Upp­runi smits manns­ins er enn óljóst en þó er talið að smit­in tvö sem greind­ust í dag teng­ist smiti gær­dags­ins.

Bíðum og sjá­um

Enn er beðið full­nægj­andi upp­lýs­inga um Ómíkrón af­brigði veirunn­ar. Til dæm­is er ekki vitað hver upp­runi af­brigðis­ins er, eða raun­ar hvernig það ná­kvæm­lega varð til. Ekki er held­ur ljóst hvort af­brigðið sé meira smit­andi en önn­ur af­brigði en þó eru vís­bend­ing­ar þess efn­is.

Þá telja vís­inda­menn ekki held­ur ljóst hvort veir­an valdi meiri eða minni ein­kenn­um sam­an­borið við önn­ur af­brigði. Þó virðast flest­ir sér­fræðing­ar á því að Ómíkron verði ráðandi af­brigði ansi víða inn­an nokk­urra mánaða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka