Ásdís Halla ráðin verkefnisstjóri nýs ráðuneytis

Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla Bragadóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis.

Hún mun starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti en vinna náið með öðrum starfsmönnum Stjórnarráðsins að þessu verkefni en í því felst meðal annars að móta skipulag aðalskrifstofu nýs ráðuneytis og skiptingu þess í fagskrifstofur, að því er segir í tilkynningu.

Ásdís Halla hefur fjölþætta reynslu úr bæði stjórnsýslu og atvinnulífi. Hún lauk meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var bæjarstjóri í Garðabæ, aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og sat í háskólaráði HR. Síðustu ár hefur hún komið að stofnun og rekstri fyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert